Til baka

Reddingakaffi

Reddingakaffi

Verið velkomin á Reddingakaffi, viðburð þar sem við komum saman og gerum við hluti!

Hvernig virkar þetta ? Þið komið með hlut sem þarf að lagfæra og við gerum okkar besta til þess að hjálpa ykkur að gera við hann. Viðgerðir, kaffi & góð samvera.

Við leitum einnig að fólki sem hefur færni og þekkingu á einhvers konar viðgerðum og er tilbúið að miðla þeirri færni áfram. Ekki er gerð krafa um fagþekkingu og við ábyrgjumst ekki að alla hluti verði hægt að laga, heldur eru við bara að gera okkar besta til þess að lengja líftíma hluta og draga úr sóun.

Þá óskum við eftir verkfærum (lánuð eða gefins) og hvers kyns efnivið sem gæti hentað til viðgerða.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Munasafn Reykjavíkur / Reykjavík Tool Library og Repair Café.

Hvenær
laugardagur, október 16
Klukkan
12:00-14:00
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugata 17, 600 Akureyri