Til baka

Reddingakaffi

Reddingakaffi

Viðgerðir, kaffi & góð samvera.
Slitin teygja á kuldagallanum? Götóttar buxur? Biluð jólasería?
 
Verið velkomin á Reddingakaffi þar sem við komum saman og gerum við hluti! Hvernig virkar þetta? Þið komið með hlut sem þarf að lagfæra og við gerum okkar besta til þess að hjálpa ykkur að gera við hann. Viðgerðir, kaffi & góð samvera.
Hlökkum til að sjá ykkur fimmtudagskvöldið 23. nóvember frá kl. 19-21!
 
Evrópska nýtnivikan stendur yfir dagana 18.-26. nóvember, markmið hennar er að stuðla að vitundarvakningu um nauðsyn þess að draga úr sóun, endurnota og endurvinna.
Hvenær
fimmtudagur, nóvember 23
Klukkan
19:00-21:00
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri