Til baka

Reykjahlíð - Dimmuborgir

Reykjahlíð - Dimmuborgir

Brottför kl. 9 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Ingibjörg Elín Jónasdóttir
Verð: 3.500/2.000. Innifalið: Fararstjórn.

Gangan hefst við upplýsingamiðstöðina (Mývatnsstofu) í Reykjahlíðarþorpinu. Gengið eftir slóðum og stígum alla leið en á köflum eru þeir grófir og ójafnir þannig að gott getur verið að hafa göngustafi og vera í góðum skóm. Áætlaður göngutími er 4–5 klukkustundir með útsýnishléum. Fararstjóri mun segja frá og vera með fræðslu um jarðfræði og fleira á svæðinu eftir því sem aðstæður leyfa.

Fyrsti hluti göngunnar er frá Reykjahlíð að Grjótagjá. Þaðan er gengið að Hverfjalli. Gönguleiðin upp á fjallið er eftir aflíðandi stíg. Af fjallinu er stórkostlegt útsýni til allra átta. Gengið er eftir brúninni að suðurhlið gígsins og niður brattan stíg um fremur lausa sandhlíð. Ef einhverjir þátttakendur vilja ekki fara upp á Hverfjall þá er greiðfær gönguleið meðfram fjallinu þar sem hægt er að hitta hópinn þegar hann kemur niður af fjallinu. Næsti hluti ferðarinnar er frá Hverfjalli að Dimmuborgum. Þar er vel afmarkaður stígur í ævintýralegu umhverfi. Þegar komið er inn að miðju Dimmuborga er gengið eftir nýjum malbikuðum stígum. Vegalengd: um 10 km. Gönguhækkun: 150m á Hverfjall. Munið að skrá ykkur á ffa.is: https://www.ffa.is/is/vidburdir/storagja-grjotagja-hverfjall-dimmuborgir

Hvenær
sunnudagur, maí 31
Klukkan
09:00
Hvar
Strandgata 23, Akureyri