Til baka

Ritfangar - skapandi skrif

Ritfangar - skapandi skrif

Sesselía Ólafsdóttir, leikkona og handritshöfundur, leiðir hóp í skapandi skrifum.

Annan hvern þriðjudag í vetur ætlum við að hafa opna fundi fyrir þau sem hafa áhuga á skapandi skrifum.
Þá verður annar hver fundur nýttur í að gera margs konar ritæfingar og ræða ólíkar nálganir á skrif,
en hinir fundirnir fara í stutta upphitun og svo þögna skrifsetu, eða svokallaðar Ritfangabúðir, þar sem hver vinnur í sínu eigin verkefni.
Fyrsti fundur verður á Orðakaffi frá kl. 16:30-18:30, þriðjudaginn 28. september.
Fólk á öllum aldri hjartanlega velkomið.

 

Engin þörf er á að skrá sig í hópinn, nóg er að mæta á staðinn. Nánari upplýsingar veitir Sesselía á netfanginu sessy@amtsbok.is.

 

Hvenær
þriðjudagur, október 26
Klukkan
16:30-18:30
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugata 17, 600 Akureyri
Nánari upplýsingar