Til baka

Rökkurró

Rökkurró

Forseti Íslands setur Akureyrarvöku í Lystigarðinum.

Rökkurró, setningarhátíð Akureyrarvöku, fer fram í Lystigarðinum á Akureyri föstudagskvöldið 25. ágúst og hefst dagskráin kl. 20.00 með ávarpi Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands.

Á meðan fólk er að tínast í garðinn. eða frá kl. 19.40, skapar Birna Eyfjörð, söngkona og píanóleikari, huggulega stemningu með jassskotinni popptónlist í Garðskálanum á flötinni við kaffihúsið LYST.

Að setningarávarpi forseta Íslands loknu stiklar Vilhjálmur B. Bragason kynnir kvöldsins á stóru í dagskrá Akureyrarvöku 2023. Gestir á Rökkurró eru Kammerkór Norðurlands sem flytur nokkur lög, dansararnir Yuliana Palacios og Arna Sif Þorgeirsdóttir sem deila orku, leyndarmálum og upplifunum með sellóleikaranum Auði Evu Jónsdóttur. Einnig leikur hljómsveitin 5 on the floor rómantísk og seiðandi lög sem eiga vel við á Rökkurró. Hljómsveitina skipa Soffía Meldal, Daníel Andri Eggertsson, Sigfús Jónsson, Bjarki Símonarson og Eyþór Alexander.

Gert er ráð fyrir að dagskránni ljúki um kl. 21.30.


Viðburðurinn er styrktur af Akureyrarvöku 2023.

Hvenær
föstudagur, ágúst 25
Klukkan
20:00-21:30
Hvar
Lystigarður Akureyrar, Eyrarlandsvegur, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir