Rökkurró í Lystigarðinum á Akureyrarvöku 2025
Rómantísk stemning, dans og ljúfir tónar
Velkomin í rómantíska stemningu, dans og ljúfa tóna í upplýstum Lystigarði á Rökkurró.
Setningarhátíð Akureyrarvöku fer fram í Lystigarðinum á Akureyri föstudagskvöldið 29. ágúst og hefst dagskrá formlega með ávarpi bæjarstjóra kl. 21:00.
Gítarleikarinn Dimitrios Theodoropoulos gefur tóninn stuttu fyrir viðburð en kl. 21:00 setur Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar hátíðina og fer fram kynning á dagskrá Akureyrarvöku.
Að ávarpi bæjarstjóra loknu munu Minningar frá Brasilíu taka yfir Lystigarðinn áður en dansarar frá listdansskóla Steps Dancecenter sýna dansverkið Sofðu rótt. Eftir það taka við ljúfir tónir frá Hrund Hlöðversdóttur. Að lokum munu Helga og Bjarni flytja íslenskar perlur sem leiða gesti inn í nóttina.
Áætlað er að dagskránni ljúki um kl. 22:00.
Fjölbreyttir viðburðir eiga sér stað síðar um kvöldið víða um Akureyri. Kynnið ykkur dagskrána!