Til baka

Rútuferð í Austur-Húnavatnssýslu. Sögu- og menningarferð

Rútuferð í Austur-Húnavatnssýslu. Sögu- og menningarferð

Áhugaverð ferð í Austur Húnavatnssýslu með Braga.

Brottför kl. 9 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Bragi Guðmundsson.
Ekið frá Akureyri um Blönduhlíð, Viðvíkursveit og til Sauðárkróks. Þaðan farið um Laxárdal bak Tindastóli og fyrir Skaga með viðkomu við Ketubjörg og í Kálfshamarsvík. Hádegisverður á Skagaströnd. Þaðan er haldið suður ströndina og um Refasveit til Blönduóss. Þar verður gengið út í Hrútey. Frá Blönduósi er farið fram Svínvetningabraut. Við Tinda er beygt af leið, ekið norðan við Svínavatn og um Svínadal uns komið er aftur á Svínvetningabraut. Farið yfir Blöndu við Brúarhlíð og þaðan á þjóðveg eitt við Ártún og síðan haldið áfram til Akureyrar.
Verð: 15.000/17.000. Innifalið: Fararstjórn og rúta.

Skráning á www.ffa.is

Hvenær
laugardagur, júlí 2
Klukkan
09:00-19:00
Hvar
Strandgata 23, Akureyri
Verð
15.000 kr./17.000 kr.