Til baka

Saga Garðars og Snorri Helga - Uppistand og töfrandi tónar

Saga Garðars og Snorri Helga - Uppistand og töfrandi tónar

Hláturinn er besta meðalið á Listasumri.

Listaparið Saga Garðars fyndlistakona og Snorri Helgason tónlistarmaður flytja dagskrá á léttu nótunum á Minjasafninu á Akureyri. Þetta listapar er óþarft að kynna. En gerum það samt! Saga er löngu landsþekkt leikkona, handritshöfundur og uppistandari. Hún hefur starfað við öll atvinnuleikhús landsins, leikið í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum, skrifað fjölda handrita og sketsa fyrir svið og sjónvarp m.a. áramótaskaupið. Þá er Saga reglubundið með uppistand og hluti spunahópsins Improv Ísland.

Snorri var hluti hljómsveitarinnar Sprengjuhöllin áður en hann hóf farsælan sólóferil. Snorri hefur gefið út fjórar plötur og er einn af stjórnendum þáttarins Fílalag.

Skelltu þér á uppistand og töfrandi tóna á Minjasafninu. Athugið safnið tekur enga ábyrgð á háturtaugum og tóneyrum.

Verið velkomin.

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 13. júlí
Tímasetning: kl. 20 - Húsið opnar 19.30
Staðsetning: Minjsafnið á Akureyri
Aðgangseyrir: Frítt inn
Annað: Fyrstur kemur, fyrstur fær


Viðburðurinn er styrkur af Listasumri.

Hvenær
fimmtudagur, júlí 13
Klukkan
20:00-21:30
Hvar
Minjasafnið á Akureyri, Aðalstræti 58
Verð
Enginn aðgangseyrir