Til baka

Sagnarheims-sulta (14-35 ára)

Sagnarheims-sulta (14-35 ára)

Sköpunarsmiðja þar sem þáttakendur vinna saman í hópum við að skapa nýja sagnarheima undir stjórn Astridar Maríu Stefánsdóttur.

En hvað er sagnaheimur? Dæmi um þekkta sagnaheima er t.d. Star Wars heimurinn, Hringadróttins saga, Andabær, heimur Pókemon o.s.fv. Hóparnir munu skapa sér persónur, lífríki, uppfinningar og fróðleik fyrir sinn sagnaheim og svo kynna heiminn fyrir hinum þáttakendunum í lok smiðjunar. Frábær æfing fyrir alla sem finnst gaman að skapa og vilja láta reyna á hugmyndaflugið!

Astrid María Stefánsdóttir var sumarlistamaður Akureyrar árið 2020. Hún er með reynslu í bæði klassískri teikningu og teiknimyndasögum og leggur hún stund á nám í teiknimyndasögum (Graphic storytelling) við The Animation Workshop í Danmörku.

Helstu upplýsingar:

Dagsetning: 13.-15. júlí
Tímasetning: Kl. 20.00-22.00
Staðsetning: Rósenborg, Skólastígur 2
Aldur: Hentar best 14-35 ára.
Þátttökugjald: 1.000 kr.
Fjöldi þátttakenda: 20
Skráning: flotturfroskur@gmail.com


Viðburðurinn er styrktur af Listasumri

Hvenær
13. - 15. júlí
Klukkan
20:00-22:00
Hvar
Rósenborg, Skólastígur, Akureyri
Verð
1.000 kr. - Skráning nauðsynleg
Nánari upplýsingar

Instagramsíða Astridar HÉR