Til baka

Sálar-Drottningar

Sálar-Drottningar

Kvenorkan í fyrirrúmi!

Hver er þín uppáhalds drottning úr soul-tónlistarheiminum? Aretha Franklin, Etta James, Nina Simone, Ella Fitzgerald eða einhver allt önnur?

Drottningar hafa síðustu ár haldið fjölda tónleika á Græna Hattinum og víðar. Þar heiðra þær konur í tónlist og hafa farið um víðan völl. Þær hafa meðal annars tekið fyrir tónlistarkonur úr popp- og rokk heiminum eins og til dæmis Alanis Morisette, Lady Gaga, Skunk, Adele, Heart, Amy Winehouse og svo margar fleiri. Auk þess hafa þær heimsótt country heiminn og Eurovision svo eitthvað sé nefnt.

Jónína Björt, Guðrún Arngríms og Maja Eir fara á þessum tónleikum yfir í Soul-heiminn og flytja þekktustu perlur Arethu Franklin, Ellu Fitzgerald, Ninu Simone, Ettu James og jafnvel fleiri.

 

Hljómsveitina skipa:

Stefán Gunnarsson bassaleikari

Hallgrímur Jónas Ómarsson gítarleikari

Valgarður Óli Ómarsson trommuleikari

Eyþór Ingi Jónsson píanóleikari

Hvenær
föstudagur, október 20
Klukkan
20:00-22:00
Hvar
Akureyrarkirkja, við Eyrarlandsveg, Akureyri
Verð
4500