Til baka

Salsa á Akureyrarvöku

Salsa á Akureyrarvöku

Vertu með í að skapa alvöru suðræna stemningu á Akureyrarvöku!

Salsa North býður gestum og gangandi upp á stutta kynningu og kennslu á salsa, þannig endilega mætið stundvíslega kl. 16 ef þið viljið vera með í kennslunni. Eftir það verður opið dansgólf þar sem við dönsum saman við hressandi salsa tónlist í skemmtilegum félagsskap. Við verðum fyrir framan Vamos á Ráðhústorgi. Öll velkomin og hlökkum til að sjá ykkur.

 

Hvenær
laugardagur, ágúst 30
Klukkan
16:00-16:45
Hvar
Vamos
Verð
ókeypis
Nánari upplýsingar

Salsa North er dansskóli og danssamfélag á Akureyri sem hóf starfsemi í byrjun árs 2023.

Kennsla námskeiða fer fram í Steps Dancecenter í Sunnuhlíð og annanhvern fimmtudag eru haldin ókeypis danskvöld á Vamos.

Fyrir nánari upplýsingar má senda tölvupóst á salsanorth@outlook.com

Einnig mælum við með að fylgja okkur á samfélagsmiðlum: 

Facebook og Instagram