Til baka

Salsatónleikar Úna Mas

Salsatónleikar Úna Mas

Glænýtt íslenskt salsa band býður ykkur í LATIN sveiflu á Listasumri.

Söngkonan Sessý leiðir hóp úrvalshljóðfæraleikara í hljómsveitinni Úna Mas og munu þau flytja latíntónlist í Menningarhúsinu Hofi í tilefni Listasumars. Salsa, Bólero og fleira sjóðheitt fær að hljóma á tónleikunum eftir listamenn á borð við Beny Moré, Celia Cruz, Gloriu Estefan, Los Panchos, Jose Feliciano og fleiri ásamt íslenskum lögum í nýjum búning.

Hljómsveitina Úna Mas skipa Baldvin Snær Hlynsson (píanó), Birgir Steinn Theódórsson (kontrabassa), Einar Scheving (slagverki), Reynir Hauksson (gítar) og Sesselja (Sessý) Magnúsdóttir (söng).

LEYFÐU TÓNUNUM AÐ VEKJA TILFINNINGAR OG TAKTINUM AÐ HREYFA VIÐ MJÖÐMUNUM!


Viðburðurinn er styrktur af Listasumri

Hvenær
laugardagur, júní 25
Klukkan
20:00
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri
Verð
3.900 kr.
Nánari upplýsingar

Miðasala á mak.is. Sjá nánar HÉR