Til baka

Samfélagið er lykill að íslensku

Samfélagið er lykill að íslensku

Ráðstefna um kennslu íslensku sem annars máls

Ráðstefnunni er ætlað að bregðast við ákalli samfélagsins, innflytjenda, framhaldsfræðsluaðila og háskóla um mikilvægi samráðsvettvangs er varðar kennslu íslensku sem annars máls og þá sérstaklega kennslu fullorðinna. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum á Akureyri dagana 19. – 20. september.

Ráðstefnan er haldin í samstarfi við eftirfarandi stofnanir: Hugvísindasvið og Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Árnastofnun, RÍM – rannsóknarstofu í máltileinkun, Háskólann á Bifröst, ÍSBRÚ – félags kennara sem kenna íslensku sem annað mál, Dósaverksmiðjuna, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Símey – símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar.

Lykilfyrirlestur

Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor emeritus í annarsmálsfræðum, með erindið Staða íslensku sem annars máls í fjöltyngdu samfélagi.

Dagskrá

Ráðstefnan fer fram föstudaginn og laugardaginn 19. og 20. september. Smelltu á dagana hér fyrir neðan til að sjá ítarlega dagskrá.
Ágripabók (pdf)

Föstudagur 19. september

Fyrri ráðstefnudagur, kl. 9:00–16:00 og kvöldverður kl. 19:00

  • 09:00 – 09:15 | Ávarp (M101): Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri
  • 09:15 – 09:45 | Upphafserindi (M101): Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor emeritus í annarsmálsfræðum: Staða íslensku sem annars máls í fjöltyngdu samfélagi
  • 09:45 – 10:00 | Kynning (M101): Erla Guðrún Gísladóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir: Ísbrú - félag kennara sem kenna íslensku sem annað tungumál
  • 10:00 – 10:30 | Kaffiveitingar og veggspjöld í Miðborg:
    • Helga Jónsdóttir: Aðlögun íslensku að Evrópska tungumálarammanum
    • Erla Guðrún Gísladóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir: Ísbrú - félag kennara sem kenna íslensku sem annað tungumál
  • 10:30 – 12:00 | Málstofur I-IV (hver málstofa er 3 erindi). Nánari upplýsingar um málstofur má finna hér, https://www.unak.is/is/samfelagid/vidburdir/samfelagid-lykill-ad-islensku
  • 12:00 – 13:00 | Hádegisverður í Kaffi Borg
  • 13:00 – 14:30 | Málstofur V-VII (hver málstofa er 3 erindi). Nánari upplýsingar um málstofur má finna hér, https://www.unak.is/is/samfelagid/vidburdir/samfelagid-lykill-ad-islensku
  • 14:30 – 15:00 | Kaffiveitingar í Miðborg
  • 15:00 – 16:00 | Vinnustofa I (M203)
    • Gígja Svavarsdóttir, Guðrún Árnadóttir, Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir, Þorgerður Jörundsdóttir, Jóhanna F. Kjeld og Þóra Björg Gígjudóttir: Gildi spila í íslenskukennslu
  • 19:00 – 21:30 | Kvöldverður á Aurora Berjaya

Laugardagur 20. september

Seinni ráðstefnudagur, kl. 9:00–16:30

  • 09:00 – 10:00 | Vinnustofa II (M203): Halla Signý Kristjánsdóttir - Gefum íslensku séns
  • 10:00 – 10:30 | Kaffiveitingar og veggspjöld í Miðborg
    • Helga Jónsdóttir: Aðlögun íslensku að Evrópska tungumálarammanum
    • Erla Guðrún Gísladóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir: Ísbrú - félag kennara sem kenna íslensku sem annað tungumál
  • 10:30 – 11:30 | Vinnustofa III (M203)
    • LESLLA og LASLLIAM færniramminn. Gígja Svavarsdóttir, Guðrún Árnadóttir, Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir og Þorgerður Jörundsdóttir
  • 11:30 – 12:30 | Hádegisverður í Kaffi Borg
  • 12:30 – 14:00 | Endurflutningur: Málstofur I - III (hver málstofa er 3 erindi). Nánari upplýsingar um málstofur má finna hér, https://www.unak.is/is/samfelagid/vidburdir/samfelagid-lykill-ad-islensku
  • 14:00 – 14:30 | Kaffiveitingar í Miðborg
  • 14:30 – 16:00 | Endurflutningur: Málstofur V - VII (hver málstofa er 3 erindi). Nánari upplýsingar um málstofur má finna hér, https://www.unak.is/is/samfelagid/vidburdir/samfelagid-lykill-ad-islensku
  • 16:00 – 16:30 | Lokaávarp (M101): Logi Einarsson ráðherra menningar-, nýsköpunar- og háskólamála

Skráning á ráðstefnuna

  • Frestur til að skrá sig á ráðstefnuna er til miðnættis mánudaginn 15. september.
  • Ráðstefnukvöldverður verður haldinn föstudaginn 19. september á veitingastaðnum Aurora. Áhugasamir þurfa að skrá sig sérstaklega í kvöldverðinn í síðasta lagi 15. september. Matseðill, verð og tímasetning verða auglýst síðar.

Gagnlegar upplýsingar

  • Ráðstefnan fer fram í Miðborg Háskólans á Akureyri
  • Frestur til að senda inn ágrip er liðinn
  • Ráðstefnugjald er 10.000 krónur fyrir þau sem verða á staðnum og 5.000 krónur fyrir háskólastúdenta. Innifalið er hádegisverður báða dagana og kaffiveitingar
  • Þátttakendur í streymi greiða 5.000 krónur og háskólastúdentar fá frían aðgang
  • Þátttakendur greiða sjálfir ferðakostnað, gistingu og kvöldmat
  • Flugfélagið Icelandair flýgur til Akureyrar, sjá flugáætlun á vef Icelandair
  • Hér má finna upplýsingar um helstu gististaði á Akureyri og í nágrenni

Nánari upplýsingar veita

Hvenær
19. - 20. september
Klukkan
09:00-16:30
Hvar
Háskólinn á Akureyri, Norðurslóð, Akureyri, Akureyrarbær, Northeastern Region, 603, Iceland
Verð
0-10.000 kr