Ráðstefnunni er ætlað að bregðast við ákalli samfélagsins, innflytjenda, framhaldsfræðsluaðila og háskóla um mikilvægi samráðsvettvangs er varðar kennslu íslensku sem annars máls og þá sérstaklega kennslu fullorðinna. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum á Akureyri dagana 19. – 20. september.
Ráðstefnan er haldin í samstarfi við eftirfarandi stofnanir: Hugvísindasvið og Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Árnastofnun, RÍM – rannsóknarstofu í máltileinkun, Háskólann á Bifröst, ÍSBRÚ – félags kennara sem kenna íslensku sem annað mál, Dósaverksmiðjuna, Fræðslumiðstöð Vestfjarða og Símey – símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar.
Lykilfyrirlestur
Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor emeritus í annarsmálsfræðum, með erindið Staða íslensku sem annars máls í fjöltyngdu samfélagi.
Dagskrá
Ráðstefnan fer fram föstudaginn og laugardaginn 19. og 20. september. Smelltu á dagana hér fyrir neðan til að sjá ítarlega dagskrá.
Ágripabók (pdf)
Fyrri ráðstefnudagur, kl. 9:00–16:00 og kvöldverður kl. 19:00
- 09:00 – 09:15 | Ávarp (M101): Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri
- 09:15 – 09:45 | Upphafserindi (M101): Birna Arnbjörnsdóttir, prófessor emeritus í annarsmálsfræðum: Staða íslensku sem annars máls í fjöltyngdu samfélagi
- 09:45 – 10:00 | Kynning (M101): Erla Guðrún Gísladóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir: Ísbrú - félag kennara sem kenna íslensku sem annað tungumál
- 10:00 – 10:30 | Kaffiveitingar og veggspjöld í Miðborg:
- Helga Jónsdóttir: Aðlögun íslensku að Evrópska tungumálarammanum
- Erla Guðrún Gísladóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir: Ísbrú - félag kennara sem kenna íslensku sem annað tungumál
- 10:30 – 12:00 | Málstofur I-IV (hver málstofa er 3 erindi). Nánari upplýsingar um málstofur má finna hér, https://www.unak.is/is/samfelagid/vidburdir/samfelagid-lykill-ad-islensku
- 12:00 – 13:00 | Hádegisverður í Kaffi Borg
- 13:00 – 14:30 | Málstofur V-VII (hver málstofa er 3 erindi). Nánari upplýsingar um málstofur má finna hér, https://www.unak.is/is/samfelagid/vidburdir/samfelagid-lykill-ad-islensku
- 14:30 – 15:00 | Kaffiveitingar í Miðborg
- 15:00 – 16:00 | Vinnustofa I (M203)
- Gígja Svavarsdóttir, Guðrún Árnadóttir, Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir, Þorgerður Jörundsdóttir, Jóhanna F. Kjeld og Þóra Björg Gígjudóttir: Gildi spila í íslenskukennslu
- 19:00 – 21:30 | Kvöldverður á Aurora Berjaya
Seinni ráðstefnudagur, kl. 9:00–16:30
- 09:00 – 10:00 | Vinnustofa II (M203): Halla Signý Kristjánsdóttir - Gefum íslensku séns
- 10:00 – 10:30 | Kaffiveitingar og veggspjöld í Miðborg
- Helga Jónsdóttir: Aðlögun íslensku að Evrópska tungumálarammanum
- Erla Guðrún Gísladóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir: Ísbrú - félag kennara sem kenna íslensku sem annað tungumál
- 10:30 – 11:30 | Vinnustofa III (M203)
- LESLLA og LASLLIAM færniramminn. Gígja Svavarsdóttir, Guðrún Árnadóttir, Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir og Þorgerður Jörundsdóttir
- 11:30 – 12:30 | Hádegisverður í Kaffi Borg
- 12:30 – 14:00 | Endurflutningur: Málstofur I - III (hver málstofa er 3 erindi). Nánari upplýsingar um málstofur má finna hér, https://www.unak.is/is/samfelagid/vidburdir/samfelagid-lykill-ad-islensku
- 14:00 – 14:30 | Kaffiveitingar í Miðborg
- 14:30 – 16:00 | Endurflutningur: Málstofur V - VII (hver málstofa er 3 erindi). Nánari upplýsingar um málstofur má finna hér, https://www.unak.is/is/samfelagid/vidburdir/samfelagid-lykill-ad-islensku
- 16:00 – 16:30 | Lokaávarp (M101): Logi Einarsson ráðherra menningar-, nýsköpunar- og háskólamála
Skráning á ráðstefnuna
- Frestur til að skrá sig á ráðstefnuna er til miðnættis mánudaginn 15. september.
- Ráðstefnukvöldverður verður haldinn föstudaginn 19. september á veitingastaðnum Aurora. Áhugasamir þurfa að skrá sig sérstaklega í kvöldverðinn í síðasta lagi 15. september. Matseðill, verð og tímasetning verða auglýst síðar.
Gagnlegar upplýsingar
- Ráðstefnan fer fram í Miðborg Háskólans á Akureyri
- Frestur til að senda inn ágrip er liðinn
- Ráðstefnugjald er 10.000 krónur fyrir þau sem verða á staðnum og 5.000 krónur fyrir háskólastúdenta. Innifalið er hádegisverður báða dagana og kaffiveitingar
- Þátttakendur í streymi greiða 5.000 krónur og háskólastúdentar fá frían aðgang
- Þátttakendur greiða sjálfir ferðakostnað, gistingu og kvöldmat
- Flugfélagið Icelandair flýgur til Akureyrar, sjá flugáætlun á vef Icelandair
- Hér má finna upplýsingar um helstu gististaði á Akureyri og í nágrenni
Nánari upplýsingar veita