SKRÁNING Á FLORA.AKUREYRI@GMAIL.COM
Prjóna-les smiðja í anda plöntu unnandans og prjónandi skáldsins Ólafar frá Hlöðum. Hittingur þar sem hver kemur með sitt prjónales - það sem er á prjónunum - og við spjöllum og lesum úr verkum Ólafar og um hennar óvenjulegu lífsleið. Te, kaffi og smá snarl í boði. Sérlega notaleg og skemmtileg stund í Suðurherbergi Sigurhæða, þar sem reynir Guðrúnar og Matthíasar vex útivið í allri sinni dýrð. Hámark 14 manns og skráning því nauðsynleg á flora.akureyri@gmail.com. Smiðjan er greidd af Menningar og minningarsjóði kvenna í umsjón Kvenréttindafélags Íslands í tilefni að útgáfu okkar á Bernskuheimili Ólafar fyrr í sumar.
Prjónales smiðjan er fyrsta smiðjan hjá okkur í haust af alls sex smiðjum sem eru alltaf á fimmtudögum klukkan fimm. Sjá hér: https://www.facebook.com/photo/?fbid=1213514250580464&set=a.527644379167458
STUTTAR SKAPANDI LISTSMIÐJUR FYRIR FULLORÐNA, HVER ANNARRI ÓLÍKARI ÞAR SEM UNNIÐ ER MEÐ VATNSLITI EÐA LEIR EÐA BIRKIGREINAR EÐA PAPPÍR EÐA ÞRÆÐI.
SKRÁNING Á FLORA.AKUREYRI@GMAIL.COM