Okkar ástsæli Svavar Knútur mætir með gítarinn í dagstofur Sigurhæða og leiðir á sinn ljúfa hátt samsöng.
Sungin verða kunn og algengari en líka óþekktari íslensk lög og textar.
Engin sérstök forkunnátta er nauðsynleg og það eina sem þú þarft að taka með þér er sönggleðin.
Hugguleg og endurnærandi stund eftir vinnu eða fyrir næturvakt í skammdeginu í fallegu og notalegu umhverfi.
Við tökum svo líka hlé inn á milli.
Verð er kr 2.000 á mann og innifalinn er einn drykkur og smá snarl.
Skráning fer fram á flora.akureyri@gmail.com.
HÁMARK 25 MANNS.
FORSKRÁNING OG FORGREIÐSLA ÞÁTTTÖKUGJALDS ER NAUÐSYN.