Til baka

Samsýning - Viðbragð

Samsýning - Viðbragð

Sýningin Viðbragð sækir innblástur í greinasafnið Creative Responses to Environmental Crises in Nordic Art and Literature (2025).

Sýningin Viðbragð sækir innblástur í greinasafnið Creative Responses to Environmental Crises in Nordic Art and Literature (2025). Þar er ljósi varpað á flókið og mikilvægt hlutverk myndlistar, bókmennta og annarra skapandi greina þegar tekist er á við breytta heimsmynd vegna loftslagsbreytinga og annarra umhverfisógna. Sýnd verða verk eftir listafólk sem fjallað er um í greinasafninu og aðra sem tengja við meginþemu þess: samtengingar, flókin kerfi, gildi fjölbreytileika og afbyggingu stigvelda.

Sýningin endurspeglar samspil hins svæðisbundna og hnattræna í umhverfislist og aktívisma. Hún verður fyrst sett upp í Kaupmannahöfn, þar sem danskir listamenn slást í hópinn. Þegar sýningin kemur í Listasafnið á Akureyri, verður meiri áhersla lögð á íslenskt samhengi.

Viðbragð er samstarfsverkefni Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit, Specta gallerís og Listasafnsins á Akureyri.

Þátttakendur: a Snæfellsjökuls rawlings, Aurora Robson, Bolatta Silis-Høegh, Björg Eiríksdóttir, Camilla Thorup, Hekla Dögg Jónsdóttir, Hákon Oddsson, Hildur Hákonardóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Kristinn Már Pálmason, Laura Ortman, Peter Holst Henckel, Rún Árnadóttir, Sigga Björg Sigurðardóttir, Sigrún Hrólfsdóttir og Þórdís Aðalsteinsdóttir.

Nemendur úr Þingeyjarskóla taka einnig þátt í sýningunni: Ellý Hjaltalín Hayhurst, Noah Hjaltalín Hayhurst, Bjartur Ingi Gunnarsson, Hildur Ósk Gunnarsdóttir, Þór Sæmunsson, Hrefna Bragadóttir.

Sýningarstjórar: Auður Aðalsteinsdóttir og Þórdís Aðalsteinsdóttir.

Hvenær
28. nóvember - 8. febrúar
Klukkan
12:00-17:00
Hvar
Listasafnið á Akureyri
Verð
Aðgangseyrir inn á safnið