Til baka

Samtal - Myndlistarsýning

Samtal - Myndlistarsýning

Myndlist með abstrakt og expressjónisk verk á stiga og pappír.

Listakonurnar Jóhanna V. Þórhallsdóttir og Hrönn Björnsdóttir mætast undir sýningarheitinu " Samtal " í Mjólkurbúðinni á Akureyri.

Öll verk á sýningunni  eru unnin með blandaðri tækni, abstrakt og expressjónísk verk á striga og pappír. Samtal er samspil ólíkra verka sem býður uppá spuna og óvæntar tengingar.

Þetta er önnur samsýning þeirra tveggja saman, en Jóhanna og Hrönn hafa átt farsælt samstarf  í Anarkíu Listasal í Kópavogi sem síðar varð Art Gallerí Gátt. Báðar eiga að baki margar einkasýningar ásamt fjölda samsýninga bæði hér á landi og erlendis. Listakonurnar eru félagar í SÍM. Opnun er föstudaginn 23 mai kl. 16-18, sýningin stendur til 3. Júní og er opið daglega frá kl. 12-17.

Hvenær
23. maí - 3. júní
Klukkan
16:00-17:00
Hvar
Mjólkurbúðin, Kaupvangsstræti, Akureyri