Til baka

Sauðárkrókur-Reykjaströnd: Sögu-, göngu- og menningarferð

Sauðárkrókur-Reykjaströnd: Sögu-, göngu- og menningarferð

Ferðafélag Akureyrar

Sauðárkrókur-Reykjaströnd: Sögu-, göngu- og menningarferð

Brottför kl. 8 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingibjörg Elín Jónasdóttir
Ekið að vesturósi Héraðsvatna og gengið þaðan til Sauðárkróks þar sem elsti bæjarhlutinn verður skoðaður. Því næst er gengið upp á Nafirnar og eftir þeim að Sauðárgili. Farið verður niður í gilið og gengið í gegnum Litla-Skóg. Fólk fær tíma til að skoða sig um á Króknum og fá sér að borða og gera annað sem það hefur áhuga á. Því næst er ekið út Reykjaströnd að Reykjum. Þátttakendur geta valið um að ganga með fararstjóra um Reykjadisk eða fara í Grettislaug. 
Verð: 18.000/20.000. Innifalið: Fararstjórn og rúta.

Áætlaður tími ferða er aðeins viðmið og fer eftir hópnum og aðstæðum hverju sinni.

Hvenær
laugardagur, maí 13
Klukkan
08:00-18:00
Hvar
Strandgata 23, Akureyri
Verð
18.000 kr./20.000 kr.