Síðasta sögustund vetrarins
Sögustund og föndur
Síðasta sögustund vetrarins!
Lesum bókina Amelía og Óliver. Amelía og Óliver eru fjörug systkini. Dag einn eru þau úti að leika sér þegar þau hitta TRÖLL! Amelía og Óliver verða hrædd en komast fljótt að því að tröllið vildi bara leika. Það reynist hægara sagt en gert að leika við tröll en systkinin deyja ekki ráðalaus.
Lesum, föndrum og höfum gaman saman

Kveðja Eydís barnabókavörður
Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.