Til baka

Mysingur VI

Mysingur VI

Mysingur er tónleikaröð sem fram fer í Mjólkurportinu á bakvið Lisatsafnið á Akureyri.

Þriðji og síðasti Mysingur sumarsins fer fram á Akureyrarvöku, laugardaginn 26. ágúst kl. 17. Að venju verða tónleikarnir haldnir í Mjólkurporti Listasafnsins á Akureyri og að þessu sinni koma fram Helgi og hljóðfæraleikararnir og Miomantis.

Enginn aðgangseyrir er á tónleikana og hægt verður að kaupa mat og drykki frá Ketilkaffi á svæðinu. 

Helgi og hljóðfæraleikararnir eru goðsagnakennt þjóðlagapönkband úr Eyjafirði. Þeir munu gera sitt allra besta til að trylla lýðinn með sinni landsfrægu spilagleði.

Miomantis er rokkhljómsveit frá Akureyri sem hefur sett varanlegt mark sitt á jaðarsenu bæjarins undanfarin ár með metnaðarfullu tónleikahaldi og reglulegri útgáfu á tónlist. Sveitin er undir sterkum áhrifum frá proggi, gruggi og pönki.

Verkefnastjóri er Egill Logi Jónasson.

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 26. ágúst
Tímasetning: kl. 17.00 - 18.00
Staðsetning: Mjólkurportið bakvið Listasafnið á Akureyri
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir


Viðburðurinn er styrktur af Akureyrarbæ og Geimstofunni og hluti af Akureyrarvöku 2023.
Viðburðurinn er samstarfsverkefni Ketilkaffis og Listasafnsins á Akureyri.

Hvenær
laugardagur, ágúst 26
Klukkan
17:00-18:00
Hvar
Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir