Til baka

Síðdegisljóð í Davíðshúsi

Síðdegisljóð í Davíðshúsi

Ljóðaforréttur fyrir hamingjustund í miðbænum eða kvöldverðinn heima í tilefni Listasumars.

Sigurlína Bjarney flytur ljóð í húsi skáldsins.

Sigurlín Bjarney Gísladóttir gaf út bókina Undrarýmið árið 2019 en fyrsta bók hennar, Fjallvegir í Reykjavík, kom út árið 2007 og hefur að geyma prósaljóð. Árið 2009 kom út örsögu- og smásagnasafnið Svuntustrengur og árið 2013 gaf Bjarney út ljóðabókina Bjarg. Árið 2015 gaf hún út tvö verk, annars vegar nóvelluna Jarðvist og hins vegar ljóðabókina Ég erfði dimman skóg en þá bók vann hún að með sex öðrum konum. Árið 2016 kom síðan út ljóðabókin Tungusól og nokkrir dagar í maí.

Bjarney hefur hlotið mörg verðlaun og viðurkenningar þar á meðal Ljóðstaf Jóns úr Vör árið 2017 fyrir ljóðið „Kyrralíf“


Viðburðurinn er hluti af Listasumri

 

Hvenær
fimmtudagur, júlí 15
Klukkan
17:00
Hvar
Davíðshús, Bjarkarstígur, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir