Til baka

Síðdegisljóð í Davíðshúsi

Síðdegisljóð í Davíðshúsi

Ljóðaforréttur fyrir hamingjustund í miðbænum eða kvöldverðinn heima í tilefni Listasumars.

Ragnheiður Lárusdóttir – Les upp úr bók sinni og nýju handriti.

Ragnheiður Lárusdóttir hefur skrifað ljóð frá því að hún lærði að skrifa. Skúffurnar eru fullar af handritum sem höfundur hefur ekki leyft að líta dagsins ljós. Hún hefur stundum birt ljóð í blöðum og tímaritum, svo sem Lesbók Morgunblaðsins og hjá Lestrarklefanum að ógleymdri Facebook. Ragnheiður er íslenskufræðingur, söngkennari og með masterspróf í listkennslufræði, er menntaskólakennari að atvinnu og hefur kennt íslensku, tjáningu og menningarlæsi í yfir 20 ár. Auk þess að vera kennari, söngkona og skáld er hún svo heppin að vera mamma þriggja fullorðinna barna.

Ragnheiður hlaut bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2020 fyrir ljóðabókina 1900 og eitthvað.


Viðburðurinn er hluti af Listasumri

 

Hvenær
fimmtudagur, júlí 29
Klukkan
17:00
Hvar
Davíðshús, Bjarkarstígur, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir