Til baka

Sigurður Ingólfsson - skáldastund í Davíðshúsi

Sigurður Ingólfsson - skáldastund í Davíðshúsi

Ljóðskáldið Sigurður Ingólfsson flytur ný og eldri verk sín í Davíðshúsi.

Sigurður Ingólfsson snýr aftur í Davíðshús og kynnir nýjustu bók sína Mold. Sigurður hefur gefið út fjölmargar ljóðabækur frá því fyrsta bókin hans kom út árið 1986 ásamt því að þýða franskar bókmenntir. Nýjasta verk Siguðar, Mold, kom út í lok síðasta árs. Í henni er tekist á við tilvistarlegar spurningar frá vöggu til grafar.
Sigurður flytur ljóð úr bókinni Mold, eldri verkum og úr komandi ljóðabók.

Aðgangseyrir aðeins 1000 kr – Safnapassinn á tilboði í febrúar aðeins 2000 kr.

Viðburðir á næstunni í Davíðshúsi:
2. mars - Kristján frá Djúpalæk kveður sér hljóðs í tali og tónum - Kristín Heimisdóttir & Sigurður J. Jónsson
14. mars - Takk fyrir að vera Mannleg - Sigríður Soffía Níelsdóttir

Hvenær
laugardagur, febrúar 17
Klukkan
15:00-16:00
Hvar
Bjarkarstígur 6, Akureyri
Verð
1000 kr - ókeypis fyrir ársmiðahafa