Til baka

Sirkussmakk á Listasumri – Jafnvægislistir

Sirkussmakk á Listasumri – Jafnvægislistir

Sirkussmiðja fyrir 10 – 65+ ára þar sem leiðbeint er í jafnvægislistum

Húlladúllan heimsækir Akureyringa og nú er tækifæri til að spreyta sig á grunnstoðum sirkuslistanna. Boðið verður upp á fjórar hnitmiðaðar sirkussmiðjur í júlí. Þessi smiðja einblínir á jafnvægislistir og markmiðið er að þátttakendur yfirgefi smiðjuna með nýja hæfileika til að njóta og leika með í sumar. Kennslan er miðuð við tíu ára og eldri en yngri börn eru þó fullfær um að njóta kennslunnar. Húlladúllan biður þau yngri hinsvegar að mæta með eldri systkinum eða foreldrum.

*Listasmiðjan hlaut styrk frá Listasumri og Menningarsjóði Akureyrar

Sjá viðburð á Facebook HÉR

 

 

Hvenær
föstudagur, júlí 10
Klukkan
18:00-19:00
Hvar
Rósenborg, Skólastígur, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald
Nánari upplýsingar

Ekkert þátttökugjald

Skráning: https://forms.gle/fjNS7LxanhCxy8Cv9

*Takmarkaður fjöldi