Til baka

Sjálfsrækt - leiðir að vellíðan - Núvitund og sjálfsumhyggja

Sjálfsrækt - leiðir að vellíðan - Núvitund og sjálfsumhyggja

Fyrirlestraröð um aðferðir sem geta stuðlað að bættri heilsu og aukinni vellíðan. Áhersla þessa fyrirlestrar er á núvitund og sjálfsumhyggju.
Í nóvember standa Amtsbókasafnið á Akureyri og Sjálfsrækt heilsumiðstöð að fyrirlestraröðinni Sjálfsrækt – leiðir að vellíðan.
 
Fyrirlestrarnir fara fram á Amtsbókasafninu kl. 17:00 á hverjum mánudegi og eru öllum opnir. Á þeim fjalla þær Guðrún Arngrímsdóttir og Hrafnhildur Reykjalín Vigfúsdóttir frá Sjálfsrækt heilsumiðstöð um aðferðir sem geta stuðlað að bættri heilsu og aukinni vellíðan. Þær hafa báðar áratuga reynslu af heilsuþjálfun, ýmis konar fræðslu og námskeiðahaldi, auk þess sem þær eru báðar með diplómur í jákvæðri sálfræði.
Fyrirlestrarnir byggja á „fimm leiðir að vellíðan" sem eru gagnreyndar aðferðir til að auka bæði vellíðan og lífshamingju. Fjalla þeir um félagstengsl, hreyfingu og næringu, núvitund og sjálfsumhyggju, styrkleika og vaxtarhugarfar, ásamt því að gefa af sér. Leggja þær stöllur sérstaka áherslu á að kynna praktískar leiðir fyrir hvert og eitt til að auka sína vellíðan með einföldum aðgerðum.
 
Áhersla fyrirlestrar þessarar viku er á núvitund og sjálfsumhyggju.
 
Verkefnið er styrkt af Lýðheilsusjóði.

 

Hvenær
mánudagur, nóvember 15
Klukkan
17:00
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugata, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir