Skálmöld
Skálmöld aftur mættir á Græna hattinn
Skálmöld mætir aftur á Hattinn!
Skálmöld lokar öðrum legg tónleikaferðar í kjölfar útgáfu sjöttu breiðskífu sinnar á Græna hattinum. Strákarnir verða nýkomnir heim úr ferð sinni um Ástralíu og Evrópu og því sjóðheitir. Nýja platan þeirra, Ýdalir, hefur fengið frábærar móttökur og opnað dyr fyrir bandið um víða veröld. Skálmöld á Græna hattinum er viðburður eins og enginn annar. Venjulega spila strákarnir á hefðbundnari þungarokkstónleikum þar sem fólk stendur og dansar, á tónlistarhátíðum þar sem fjarlægðin er öllu meiri eða á viðhafnartónleikum í leikhússtíl. Á Græna myndast hins vegar þessi eina sanna Hatts-stemning sem hvergi finnst annars staðar.
Síðast seldist upp hratt. Tryggðu þér miða strax.