Vikulegt skapandi og skemmtilegt námskeið þar sem við kynnumst okkar einstaka sjálfi á dýpri hátt og vinnum með líkama, orku, tilfinningar og huga í gegnum meðvitaða hreyfingu.
Við finnum leiðir til heilsteyptara lífs í samhljómi við sálina og lífið sem við viljum skapa okkur.
Við notumst við ýmsar leiðir og finnum út okkar persónulegu tjáningu í hverju augnabliki á leikandi hátt.
Við styrkjum innsæið og næmni, og virkjum frelsi í tjáningu
Við dönsum frá kjarnanum inn í jafnvægi og nærum tengsl okkar og samskipti út frá hjartanu.
Við losum og hreinsum orku og tilfinningar og leysum upp stíflur og kerfi sem hafa hamlandi áhrif á okkar óskir og æðsta vilja.
Við sköpum meðvitað og höfum jákvæð og góð áhrif á lífið
Við vinnum m.a. með skynjun, næmi, öndun, hreyfiform, kraft náttúrunnar og myndmál, orkustöðvar og frumefnin.
Við byggjum rólega upp með athygli og fylgjum leiðsögn yfir í meira flæði og endum hverja stund með endurheimt, nærandi slökun og tónheilun.
Gott er að taka með sér vatnsflösku og lög af mjúkum fötum, stílabók eða blöð og skriffæri.
Við verðum í Gaia hofinu á fimmtudögum frá kl.16.30-18.15
frá 11.september til og með 18.desember 2025 (16. og 23.okt. og 13.nóvember falla út). Svo höldum við væntanlega áfram eftir áramót.
Námskeiðið er fyrir alla, komdu eins og þú ert, því allir geta dansað og það er ein af bestu leiðunum til heilbrigðis og gleði, sérstaklega ef líkaminn hefur áskoranir eins og ég þekki vel sjálf.
Ég hlakka til að vera með ykkur,
Solla
Verðið er 5000kr fyrir stakt skipti og hægt er að kaupa 10tíma kort á 40.000kr sem veita aðgang að öðrum námskeiðum sem Solla leiðir í Gaia hofinu.
Skráning og upplýsingar hjá Sollu, info@icelandyurt.is eða í skilaboðum
Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir (1975) byrjaði snemma að læra heilun, var í þróunarhring um tvítugs aldur og sótti nám í Lífssýn, skóla Erlu Stefánsdóttur miðils.
Þóra Sólveig hefur unnið út frá innsæi sínu sem gjörningalistakona síðan 2003 og hefur þjálfað næmni sína gegnum skynjun á umhverfi og aðstæðum og tjáð það í hreyfingu og dansi gegnum list sína. Eftir BA. í myndlist 2004 fluttist hún til Hollands og hefur sýnt víða um heim. “Ég hef lært og stundað alls konar hreyfingar og dans, m.a. Yoga og Qi gong og farið á alls konar skapandi námskeið. Ég æfði reglulega með Body Weather Amsterdam og tók þátt í og skipulagði Body Landscape í Tékklandi, Noregi, á Íslandi, og hálendinu með danshöfundinum Frank van de Ven og listprófessornum Milos Sejn. Ég hef fengið viðurkenningar, verðlaun og styrki fyrir skapandi greinar. Helstu áhugamál eru lífsins list, að lifa í núvitund í samhljómi við náttúruna og stórkostleg náttúran í allri sinni mynd. Hreyfing og skynjun, útivist, heimspeki, menning og listir. Helgi lífsins, hljóð og tónheilun, heilsa og andans dýrð.”
Solla hefur alltaf verið mjög náin náttúrunni og er það drifkrafturinn í öllu sem hún tekur sér fyrir hendur.
Árið 2013 meðan hún bjó í Noregi var hún virk í kvennahring þar sem var unnið með innsæi , sköpun og úrvinnslu og þegar hún flutti heim til Íslands 2014 byrjaði hún sjálf með helgan hring, sjálfsstyrkingu, dans og slökun. 2015 byrjaði hún m.a. að nota kristal hljóðfæri og gong til heilunar og býður upp á helgiathafnir, dans, slökun og hljóðheilun í handútskornu yurt, Gaia God/dess Temple Gaia hofið, í Leifsstaðabrúnum í Eyjafirði þar sem hún býr og rekur gistiþjónustuna Iceland Yurt í mongólskum hirðingjatjöldum.
Solla hefur brennandi áhuga á hringrás lífsins í stóra samhenginu og er reglulega með athafnir til heiðurs náttúrunni og lífinu og er þakklát fyrir að fá að kynnast frábæru fólki, ferðast um stórkostlegt landið og vinna með orku. “Ég elska að taka virkan þátt í lífinu og öllu sem er, frá eigin hjarta og eigin djúpu verund með hið æðsta góða að leiðarljósi.”