Til baka

Skapandi ljósmyndanámskeið með Siggu Ellu

Skapandi ljósmyndanámskeið með Siggu Ellu

Ljósmyndanámskeið fyrir 13-15 ára með áherslu á skapandi hluta ljósmyndunar

Námskeið fyrir 13-15 ára unglinga, lögð verður áhersla á skapandi hluta ljósmyndunnar frekar en tæknilegan, frjálst er að nota símamyndavél sem og aðrar digital myndavélar. Kennslufyrirkomulag - Stuttir fyrirlestrar í upphafi tíma með það að markmiði að efla myndlæsi,  þar á eftir förum við saman að mynda í samræmi við valið þema, áhersla verður lögð á skapandi hugsun og sýna að það þarf ekki endilega dýrar græjur þegar farið er af stað í ljósmyndun. Kennari aðstoðar hvern nemanda á námskeiðinu og nemendur fá með sér verkefni heim. Fólk og aftur fólk er það sem verk ljósmyndarans Siggu Ellu eiga sameiginlegt. Verk hennar bera oft félagsfræðilegan undirtón en hún myndar það sem vekur áhuga hennar hverju sinni. Sigga Ella hefur mikinn áhuga á manneskjum og málefnum og notar ljósmyndir óspart til að miðla því áfram. Viðfangsefni hennar hafa verið margbreytilegir hópar, allskonar fólk, tónlistarfólk, hljómsveitir, listamenn, einstaklingar með Downs heilkenni og Baldvin, félag fólks með Alopecia. Sigga Ella vinnur mikið með listamönnum og þá helst tónlistarfólki og hljómsveitum, vinna með öðru skapandi fólki heillar og útkoman úr því.

*Listasmiðjan hlaut styrk frá Listasumri

Sjá viðburð á Facebook HÉR

 

 

Hvenær
8. - 10. júlí
Klukkan
10:00-13:00
Hvar
Rósenborg, Skólastígur, Akureyri
Verð
15.000 - hámarksfjöldi 10
Nánari upplýsingar

Þátttökugjald 15.000 kr.

Skráning: siggaella@gmail.com

*Hámarksfjöldi 10