Til baka

Skíðadalur-Heiðinnamannadalur-Barká

Skíðadalur-Heiðinnamannadalur-Barká

Ferðafélag Akureyrar

Skíðadalur-Heiðinnamannadalur-Barká

Brottför kl. 8 með rútu frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Kristján E. Hjartarson
Rúta flytur göngufólk að Stekkjarhúsum í Skíðadal þar sem gangan hefst og sækir það síðan að Barká í Barkárdal þar sem göngunni lýkur. Gengið er að Skíðadalsá þar sem göngufólk er ferjað yfir ána. Stefnan er tekin beint upp í Heiðinnamannadal og áfram inn dalinn uns komið er á jökulfönn og gengið upp í Lambárskarð með fjallið Heiðingja á hægri hönd. Úr skarðinu er gengin jökulfönn með Hafrárhnjúk á hægri hönd niður Lambárdal að vegi við Barká þar sem rútan bíður.
Vegalengd 19-20 km. Gönguhækkun um 1060 m.
Verð: 13.000/15.000. Innifalið: Fararstjórn og rúta.

Hvenær
laugardagur, ágúst 19
Klukkan
08:00
Hvar
Strandgata 23, Akureyri
Verð
13.000 kr. / 15.000 kr.