Til baka

Skíðagöngukeppni – Súlur Vertical

Skíðagöngukeppni – Súlur Vertical

Súlur Vertical býður upp á skíðagöngukeppni með þremur mismunandi vegalengdum sem henta bæði byrjendum og vönum keppendum.

Súlur Vertical býður upp á skíðagöngukeppni með þremur mismunandi vegalengdum sem henta bæði byrjendum og vönum keppendum. Allar leiðir eiga rætur sínar að rekja til Hermannsgöngunnar, sem kennd var við íþróttafrömuðinn og skíðaáhugamanninn Hermann Sigtryggsson.

Leiðir

Fönn – 4 km
Fönn er 4 km skíðagönguleið um Kjarnaskóg.

Mjöll – 12 km
Mjöll er 12 km skíðagönguleið um Kjarnaskóg og Naustaborgir.

Bylur – 24 km
Bylur er 24 km skíðagönguleið um Kjarnaskóg og Naustaborgir.
Bylur er jafnframt ein af Íslandsgöngunum 7, sem fara fram víðs vegar um landið.


Ræsing

Ræst verður í Kjarnaskógi 28. janúar 2026 kl. 12:00.


Brautarlýsing (Bylur)

Gangan hefst og endar á Kjarnatúni ofan við bílastæðin við Kjarnakot. Trimmbrautinni er fylgt réttsælis og síðan farið inn á Naustaborgarleið sem er fylgt til norðurs, þar sem mesta hækkun brautarinnar er.
Eftir um 3,1 km er beygt til vinstri (norðurs) í átt að Naustaseli og áfram að norðausturhorni Naustaborga. Þá er Naustaborgaleið gengin aftur suður þar til komið er að Skjólborg eftir 5,6 km.
Þaðan er haldið til vinstri/suðurs inn á nýja þægilega leið ofan við tjaldsvæðið, með stuttu klifri þar sem frisbígolfvöllurinn er þveraður. Síðan liggur leiðin um slétt svæði vestan og sunnan við tjaldsvæðið þar til komið er inn á Skógarleið.
Þaðan tekur við að mestu rennsli, komið er aftur inn á Trimmbrautina ofan við Sólúrið, rennt niður að Sólúrinu og áfram í sveig niður Kjarnatún í gegnum markið. Þá eru um 8 km búnir.


Nánari upplýsingar
Sjá hér

Hvenær
laugardagur, febrúar 28
Hvar
Kjarnaskógur