Skiptimarkaður jólasveinanna
Allir jólasveinar velkomnir!
Kæru jólasveinar. Ykkur er boðið að koma á Amtsbókasafnið með sekkinn ykkar á kvöldopnun fimmtudaginn 27. Nóvember og taka dót sem aðrir eru hættir að nota. Ef þið eigið eitthvað lítið dót sem ekki er lengur notað í hellinum má líka koma með það og setja á borðið. Einnig eru börn hvött til að gefa jólasveinunum eitthvað smádót sem þau eru hætt að nota til að gefa öðrum börnum í skóinn.
Það sem ekki verður tekið fer í skiptihillu hringrásarjólanna sem verður á safninu í desember. Hlökkum til að sjá ykkur!