Sköpun og slökun
Síðasta fimmtudag í mánuði ætlum við að opna húsið á kvöldin, dunda saman við eitthvað skapandi og sýna bíómynd á 2. hæðinni.
Verið velkomin á nýja viðburðarseríu hjá okkur á Amtsbókasafninu!
Síðasta fimmtudag í mánuði ætlum við að opna húsið á kvöldin, dunda saman við eitthvað skapandi og sýna bíómynd á 2. hæðinni. Þessi kvöld eru hugsuð fyrir fullorðna. Opið verður til 22:00 þessi kvöld og föndrið og bíóið byrjar kl 20:00.
Á októberopnuninni ætlum við að uppvinna (e. upcycle) listaverk úr gömlum málverkum og bókum á kaffiteríunni. Við verðum með alls sem til þarf en ykkur er velkomið að koma með eigin efnivið! Norðurhjálp og Fjölsmiðjan leggja til ramma, málverk og myndir, við þökkum þeim kærlega fyrir stuðninginn.
Í tilefni hrekkjavökunnar verður hrollvekjubíó á 2. hæð hjá rauða sófanum. Kosið verður um kvikmynd þegar nær dregur. Tilvalið að koma með prjónana! Endilega komið með snarl með ykkur.
Athugið að sjálfsafgreiðsla verður á safninu frá kl 19:00
Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.