Til baka

Sköpun & slökun | Óskaspjald og markmiðabingó!

Sköpun & slökun | Óskaspjald og markmiðabingó!

Byrjum árið með því að búa til óskaspjald og markmiðabingó saman!
Það er komið að fyrstu kvöldopnun ársins. Er ekki við hæfi að byrja árið á því að gera óskaspjald (e. vision board) og/eða markmiðabingó?
 
Við skoðum tímarit og klippum út orð eða myndir sem okkur þykir fallegar eða endurspegla líf eða markmið sem við viljum ná. Við límum það svo á A3 blað og hengjum upp heima hjá okkur eða einhversstaðar sem við sjáum það reglulega, t.d. inni í fataskáp eða á skrifstofunni. Að vera með draumana sína svona sjónrænt getur hjálpað fólki að einbeita sér að markmiðum í lengri tíma.
 
Markmiðabingóið teiknum við upp og setjum ýmis misstór markmið inn í það og reynum svo að fá bingó árið 2026!
Að venju höfum við einhverja hressa bíómynd á á meðan við föndrum saman. Hlökkum til að sjá ykkur!
Hvenær
fimmtudagur, janúar 29
Klukkan
19:30-22:00
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald