Til baka

Skyggnst í menningarheim Kína

Skyggnst í menningarheim Kína

Fyrirlestur Þorgerðar Önnu Björnsdóttur um kínverska menningu

Menningarsaga Kína teygir sig aftur um nokkur þúsund ár og er uppfull af fallegu handverki og áhugaverðum uppfinningum. Ritmálið er ævagamalt myndletur sem þróast hefur í gegnum aldirnar en hvernig virkar það?

Þorgerður Anna býður áhugasömum að fara saman í ferðalag um menningarheim Kína en þar er af nógu að taka. Hún er kínverskufræðingur og hefur bæði verið við nám og starfað í Kína.

Fyrirlesturinn er hluti af viðburðaröð AkureyrarAkademíunnar á þessu ári fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna og aðra bæjarbúa.

Öll hjartanlega velkomin!

Hvenær
föstudagur, maí 16
Klukkan
13:30-15:00
Hvar
Vestursíðu 9
Verð
Enginn aðgangseyrir