Menningarsaga Kína teygir sig aftur um nokkur þúsund ár og er uppfull af fallegu handverki og áhugaverðum uppfinningum. Ritmálið er ævagamalt myndletur sem þróast hefur í gegnum aldirnar en hvernig virkar það?
Þorgerður Anna býður áhugasömum að fara saman í ferðalag um menningarheim Kína en þar er af nógu að taka. Hún er kínverskufræðingur og hefur bæði verið við nám og starfað í Kína.
Fyrirlesturinn er hluti af viðburðaröð AkureyrarAkademíunnar á þessu ári fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna og aðra bæjarbúa.
Öll hjartanlega velkomin!