Til baka

Slóðir Guðrúnar frá Lundi

Slóðir Guðrúnar frá Lundi

Áhugaverð dagsferð um heimahaga Guðrúnar frá Lundi.

Farið út með Eyjafirði og um Lágheiði yfir í Fljót.

Stoppað á völdum stöðum í Fljótum, stuttar göngur með leiðsögumanni fyrir þá sem vilja. Hádegishlé austan Vatna í Skagafirði og því næst ekið til Sauðárkróks. Rölt um elsta hluta bæjarins þar sem Guðrún bjó. Einnig farið upp á Nafir til að vitja leiðis Guðrúnar og njóta útsýnis yfir Skagafjörð.

Á bakaleiðinni er farið í gegnum Varmahlíð og yfir Öxnadalsheiði til Akureyrar.

Hvenær
laugardagur, júlí 23
Klukkan
08:00-17:30
Hvar
Oddeyrarbót 2
Verð
frá kr. 11.200