Sofðu rótt er spennandi og dularfullt dansverk þar sem ungir dansarar á aldrinum 12-21 árs frá listdansskólanum Steps Dancecenter, túlka svefnheima á mörkum draums og veruleika. Þau birtast eins og draugar, kyrrlátar og kraftmiklar og leiða áhortendur inn i töfrandi og óræðan heim þar sem hreyfing, tónlist og tilfinning tala sínu eigin máli.
Danshöfundur er Karen Jóhannsdóttir.
Viðburðurinn er hluti af setningarathöfn Akureyrarvöku.