Til baka

Söguferð 2 - raðganga. Bjargkrókar - Ófeigsstaðir í Kaldakinn

Söguferð 2 - raðganga. Bjargkrókar - Ófeigsstaðir í Kaldakinn

Söguganga nr. 2 af fjórum í fótspor Helgu Sörensdóttur. Hægt að taka stakar göngur.

6. ágúst, laugardagur. Raðganga 2: Bjargkrókur - Ófeigsstaðir í Kaldakinn 

Brottför kl. 09.00 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23, Akureyri.
Fararstjórn: Erla Sigurðardóttir og Ingvar Teitsson
Ekið að bænum Björgum í Kaldakinn og norður að sjónum í Bjargakrók, þar sem gangan hefst. Heimafólk á Björgum fræðir okkur um nánasta umhverfi og skriðurnar miklu sem féllu heim á tún á Björgum í október 2021. Síðan er gengið eftir innansveitarveginum suður Kaldakinn að kirkjustaðnum Þóroddsstað, en þar var Helga Sörensdóttir jarðsungin. Á leiðinni rifjum við upp vist Helgu á bæjum í Útkinn, s.s. á Syðri-Skál. Göngu dagsins lýkur á Ófeigsstöðum.
Vegalengd: 17 km, lóðrétt hækkun hverfandi lítil.
Ath: Selflytja þarf bíla milli Bjarga og Ófeigsstaða.
Áætlaður göngutími 5-6 klst.
Verð: 2.000/3.500 kr.

Þeim sem hentar betur að mæta beint á upphafsstað göngunnar (neðan við Ófeigsstaði þar sem sameinast verður í bíla. Lagt af stað þaðan kl. 10:00) er bent á að hafa samband við skrifstofu FFA varðandi greiðslu.
Skrifstofan er opin virka daga kl. 14:00-17:00.
Netfang: ffa@ffa.is / sími: 462 2720

Hvenær
laugardagur, ágúst 6
Klukkan
09:00-18:00
Hvar
Strandgata 23, Akureyri
Verð
2.000 kr./3.500 kr.