Til baka

Söguganga - raðganga. Fyrsta ferð - yfirlitsferð

Söguganga - raðganga. Fyrsta ferð - yfirlitsferð

Söguganga - raðganga í fimm áföngum þar á meðal ein barnaferð

Söguganga um alþýðukonu í Þingeyjarsýslum - yfirlitsferð   
Í fótspor alþýðukonunnar Helgu Sörensdóttur. Hver var hún?
Brottför kl. 12. Farið frá FFA á einkabílum.
Fararstjórn: Erla Sigurðardóttir og Ingvar Teitsson
Fyrsti hluti raðgöngunnar verður yfirlits- og kynningarganga frá Ystafelli í Köldukinn, þar sem Jón Sigurðsson, skrásetjari ævisögu Helgu Sörensdóttur bjó. Gengið verður eftir slóða á Kinnarfellið suður á móts við Fellssel þar sem Helga bjó síðustu æviárin. Síðan verður gengið eftir melum og mólendi norður háfellið svo tekur gamall vegur við. Á leiðinni er horft yfir nánast allt „sögusviðið“ og komið niður að Hólsgerði en þar bjó Helga, fyrst með foreldrum sínum og síðar sem fullorðin kona. Frá Hólsgerði er gengið suður með þjóðveginum aftur í Ystafell. Á leiðinni verður sagt frá ævi Helgu og ævisöguritaranum Jóni Sigurðssyni.
Vegalengd um 12 km. Hækkun er um 200 metrar. Ekki þarf að gera ráð fyrir að vaða læki eða bleytur. Áætlaður göngutími 4 klst.

Þeim sem hentar betur að mæta beint á upphafsstað göngunnar (Ystafell, lagt af stað þaðan kl. 12.45) er bent á að hafa samband við skrifstofu FFA varðandi greiðslu. Skrifstofan er opin virka daga kl. 14:00-17:00. Netfang: ffa@ffa.is / sími: 462 2720

Sjá nánar um sögugöngurnar fimm https://www.ffa.is/is/ferdaaaetlun/soguganga-radganga-2022 

Skráning á ffa.is

Hvenær
sunnudagur, júlí 3
Klukkan
12:00-18:00
Hvar
Ferðafélag Akureyrar, Strandgata 23, Akureyri
Verð
2.000 kr./3.500 kr.