Til baka

Söguganga um Hrísey

Söguganga um Hrísey

Arfur Akureyrarbæjar býður í sögugöngu um Hrísey

Arfur Akureyrarbæjar býður í sögugöngu um Hrísey laugardaginn 6. september. Gangan hefst kl. 14:00 við höfnina í Hrísey og endar á sama stað kl. 17:00. Miðað er við að gestir sem þurfa að taka ferju frá Árskógströnd taki ferjuna sem fer þaðan kl. 13:30 og geti tekið ferjuna tilbaka frá Hrísey kl. 17:00.

Gangan er í umsjón Þorsteins G. Þorsteinssonar sem mun segja frá ýmsu áhugaverðu og skemmtilegu úr sögu eyjarinnar.

Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar.

 

Viðburðurinn er styrktur af Menningarsjóði Akureyrar. Öll velkomin!

Hvenær
laugardagur, september 6
Klukkan
14:00-17:00
Hvar
Hrísey, Akureyrarbær, Northeastern Region, 630, Iceland