Til baka

Sögustundir alla fimmtudaga klukkan 16:30

Sögustundir alla fimmtudaga klukkan 16:30

Sögustund og föndur. Öll velkomin.
Við lesum bókina Úlfur og Ylfa. Ævintýradagurinn. Dagurinn í dag er enginn venjulegur dagur. Í dag ætlar Úlfur að fara í ævintýraleiðangur með Ylfu, bestu vinkonu sinni. Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera þegar ímyndunaraflið er með í för! Þá getur íslenskur mói breyst í sléttur Afríku og lítil tjörn orðið að Atlantshafinu. Úlfur getur ekki beðið eftir að segja mömmum sínum frá ævintýrum vinanna í lok dags.
Höfundar: Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir
 
Lesum, litum, föndrum og höfum gaman saman 😊
 
Kveðja, Eydís barnabókavörður
Hvenær
fimmtudagur, september 28
Klukkan
16:30-18:00
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri