Sögustundir alla fimmtudaga klukkan 16:30
Sögustund og föndur alla fimmtudaga
Fyrsta sögustund vetrarins!
Lesum bækurnar:
Lúlli, Lúlli þarf að læra að klæða sig og borða matinn sinn. Skyldi peysan eiga að fara á fæturnar?
Litla snæblómið á norðurslóðum, Naasu er stelpa sem á heima nálægt norðurpólnum. Komdu í ferðalag og upplifðu töfrandi snjókorn.
Föndum saman eftir sögustund.
Öll velkomin
„Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.“