Til baka

Sögustundir alla fimmtudaga klukkan 16:30

Sögustundir alla fimmtudaga klukkan 16:30

Sögustund og föndur. Öll velkomin!
Október er bangsamánuður. Nú lesum við bangsa bækur 😊
 
Lesum bókina Stóra peysan bangsanna. Stóra bangsa þykir vænt um röndóttu peysuna sína. Hún er hlý og mjúk. Og hann heldur mikið upp á hana. En peysan passar ekki lengur á stóra bangsa svo hann gefur bróður sínum hana. Litli bangsi er ánægður en þegar hann sóðar peysuna út, verður stóri bangsi mjög reiður.
 
Lesum, litum, gerum bangsa föndur og höfum gaman saman. 😊
 
Kveðja, Eydís barnabókavörður
 
„Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.“
Hvenær
fimmtudagur, október 10
Klukkan
16:30-18:00
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri