Sögustundir alla fimmtudaga klukkan 16:30
Spilasögustund. Lesum og spilum borðspil.
Lesum bókina Hvolpar bjarga fótboltaleik. Blíða borgarstjóri skorar á Þokubotn í fótboltaleik en sigurviss borgarstjóri og kattaklíka hans luma á ýmsum klækjabrögðum! Getur Hvolpasveitin unnið nógu vel saman til að tryggja sigur gegn borgarstjóranum og lævísu kettlingunum?
Nóvember er spilamánuður. Hvetjum foreldra til þess að spila við börnin sín eftir sögustundina
Á safninu er fullt af skemmtilegum spilum sem hægt er að spila á staðnum eða fá lánuð heim.
Kveðja, Eydís barnabókavörður
„Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.“