Til baka

Sögustundir alla fimmtudaga klukkan 16:30

Sögustundir alla fimmtudaga klukkan 16:30

Sögustund og föndur
Lesum bókina: Búningadagurinn mikli. Hvað eru fílaffi, flóðingói og páfgæs? Það er fallegur sunnudagsmorgunn í dýragarðinum er fjörlegir tónar raska ró Alfreðs og Boga Péturs broddgaltar. Í ljós kemur að dýrin hafa klætt sig í gervi þess dýrs sem þau langar mest til að vera svo að í dýragarðinum er nú full af nýjum og stórfurðulegum dýrum. Félagarnir þurfa nú að gera upp á hvaða dýr leynist bak við búninganna.
 
Lesum, litum, föndrum og höfum gaman saman 😊
 
Kveðja, Eydís barnabókavörður
 
„Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.“
Hvenær
fimmtudagur, mars 13
Klukkan
16:30-18:00
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri