Sögustundir alla fimmtudaga klukkan 16:30
Línu sögustund og Línu föndur
Í tilefni af 80 ára afmæli Línu Langsokkar hvetjum við ykkur til þess að verða eins og Lína. Lína Langsokkur er ekki bara sterkasta stelpa í heimi. Hún er tákn frelsis, styrks, góðvildar, hugrekkis og réttlætis.
Af þessu tilefni ætlum við að klæða okkur upp eins og Lína og vera með Línu sögustund.
Lesum bókina Þekkir þú Línu Langsokk? Tommi og Anna trúa varla sínum eigin augum þegar þau sjá Línu langsokk þramma heim að Sjónarhóli í fyrsta sinn. Þau héldu að litlar stelpur gætu ekki haldið á alvöru hestum – en Lína getur það, enda sterkasta stelpa í heimi. Apinn hennar heitir herra Níels og það er víst ábyggilegt að hann kann fleiri mannasiði en Lína sjálf. Og nú hefst sko fjörið!
Lesum, gerum Línu föndur og höfum gaman saman
Þú mátt klæða þig upp eins og Lína :)
Kveðja, Eydís barnabókavörður