Til baka

Sögustundir alla fimmtudaga klukkan 16:30

Sögustundir alla fimmtudaga klukkan 16:30

Jólasögustund. Jólasveinarnir kíkja í heimsókn.
Árlega jóla sögustundin verður fimmtudaginn 4. desember klukkan 16:30 í barnadeildinni!
 
Við ætlum að lesa upp úr bókinni Þín eigin saga: Gleðileg jól.
 
Jólasveinarnir kíkja í heimsókn með gotterý í pokanum sínum.
 
Velkomið að koma með jólahúfu 🙂
 
Krakkar úr 8. og 9. flokk Þórs í körfuboltanum verða með kaffihús á kaffiteríunni frá klukkan 15:00 og fram á kvöld. Þau eru að safna sér fyrir æfingabúðum erlendis.
Hvetjum ykkur til þess að eiga notalega stund á kaffihúsinu og styrkja gott málefni í leiðinni.
 
Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.
Hvenær
fimmtudagur, desember 4
Klukkan
16:30-18:00
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri