Til baka

Sóli Hólm - Skástu skrítlurnar - Uppistand

Sóli Hólm - Skástu skrítlurnar - Uppistand

Skemmtikrafturinn Sóli Hólm loksins eftir langt hlé á Græna hattinum.
Sóli Hólm
Skástu skrítlur Sóla Hólm
Skemmtikrafturinn Sóli Hólm ætlar að stíga á stokk á Græna hattinum, ekki í fyrsta skipti og alls ekki það síðasta. Sóli hefur sett upp fimm stór uppistandsverk sem tugir þúsunda Íslendinga hafa séð og á Græna hattinum fer hann yfir sína skástu spretti á ferlinum, eins og hann orðar það sjálfur. Búast má við því að heyra raddir fjölmargra Íslendinga á sviðinu, jafnvel þó enginn þeirra sé í raun á staðnum, því eins og alþjóð veit getur Sóli brugðið sér í allra kvikinda líki.
Ekki missa af Hólm á Hattinum.
Hvenær
fimmtudagur, júlí 4
Klukkan
21:00-23:00
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
4990