Til baka

Sólin sést á ný - Hymnodia

Sólin sést á ný - Hymnodia

Hymnodia fagnar sumri með gullfallegri tónlist að kvöldi miðvikudagsins 22. maí nk.
 
Á dagskrá verður barokk eftir tékkneska tónskáldið František Tůma, tónlist frá miðri síðustu öld eftir Svíann Lars-Erik Larsson og ný tónlist eftir Sigurð Sævarsson, m.a. verk sem hann samdi fyrir Hymnodiu.
 
Með kórnum leika Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir á selló og Eyþór Ingi Jónsson, sem jafnframt stjórnar kórnum, á orgel.
Hvenær
miðvikudagur, maí 22
Klukkan
20:00-21:00
Hvar
Akureyrarkirkja, við Eyrarlandsveg, Akureyri
Verð
3.500 kr.