Til baka

Sólstöðu tónleikar í Grímsey - rafmagnaðir útitónleikar

Sólstöðu tónleikar í Grímsey - rafmagnaðir útitónleikar

Hópur ungs fólks færir nú annað árið í röð rafstöð á óbyggðan norðurenda eyjunnar, Eyjarfót og heldur þar rafmagnaða tónleika.
Um er að ræða nyrstu rafmögnuðu tónleika á Íslandi á sólríkasta stað Íslands. 
 
Nyrstu rafmögnuðu útitónleikar verða á sólríkasta stað Íslands. Í Grímsey skín sólin allra staða mest á þessum árstíma vegna sérstæðrar legu eyjunnar og sökum þess að engin fjöll hindra geisla hennar. Þetta er einstakur tími til að sækja eyjuna heim.
 
Tónleikarnir verða líka einstakir því þeir verða rafmagnaðir. Hópur ungs fólks færir nú annað árið í röð rafstöð á óbyggðan norðurenda eyjunnar, Eyjarfót og heldur þar rafmagnaða tónleika.
 
Fram koma:
Ívan Mendez
Diana Sus
TOR
 
Nauðsynlegt er að dvelja í eynni fram á sunnudag, nóg er um að vera, s.s. sjávarréttakvöld og dansleikur á laugardeginum, náttúrugöngur o.m.fl.
 
Nauðsynlegt er einnig að panta miða í ferjuna Sæfara, ATH að einungis eru rúmlega 100 miðar í boði.
Hægt er að panta gistingu einu af þremur þremur gistiheimilum sem rekin eru á eynni:
Sveinsstöðum
Básum
Gallerí Gullsól
 
Verkefnið er styrkt af Akureyrarbæ.
Frekari upplýsingar veitir Hinrik s.6968990
Hvenær
föstudagur, júní 18
Klukkan
23:30-01:00
Hvar
Orbis et Globus, Grímsey