Til baka

Special effects förðunarnámskeið

Special effects förðunarnámskeið

Smiðja fyrir ungmenni í gerviförðun (special effects) förðun.
Í tilefni barnamenningarhátíðar verður haldin smiðja í gerviförðun eða „special effects“ förðun. Smiðjan verður haldin dagana 16. – 19. nóvember og endar á morðgátu á Amtsbókasafninu kvöldið 19. nóvember(Upplýsingar neðar).
 
Smiðjan er ætluð ungmennum á aldrinum 16-18 ára og er aðeins um 10-12 pláss að ræða. Skráning fer fram í gegnum ungmennahus@gmail.com og þarf að taka fram fullt nafn, kennitölu og netfang þátttakanda.
 
Í smiðjunni verða teknar fyrir mismunandi gerðir af gerviförðun og hvernig hægt er að nota ólíkan efnivið til að búa til allskonar fylgihluti. Einnig munu þátttakendur búa til eigin karakter og förðun fyrir karakterinn. Síðasta dag smiðjunnar breyta allir sér í sinn karakter og fara saman á Amtsbókasafnið þar sem ungmennin taka þátt í morðgátu.
 
Tímar smiðjunnar eru:
Mánudagurinn 16. nóvember kl. 15:30-17:30
Þriðjudagurinn 17. nóvember kl. 15:30-17:30
Miðvikudagurinn 18 . nóvember kl. 15:30-17:30
Fimmtudagurinn 19. nóvember 17-20 og svo 20-22(morðgáta)
 
Morðgáta
Í tilefni barnamenningarhátíðar á Akureyri verða Amtsbókasafnið og Ungmennahúsið í Rósenborg með Diskó Morðgátu - Murder Mystery fimmtudagskvöldið 19. nóvember fyrir 16-18 ára.
 
Staðurinn er Disco 54 - árið er 1978, hrekkjavakan er á næsta leyti - viðburðurinn er afmæli hins eina sanna Dr. Discos. Á meðan veislunni stendur er framið MORÐ, sem gestir verða að ráða fram úr og komast að því hver hinn seki er.
Morðgátukvöldið er lokakvöld Special effects förðunarnámskeiðs þar sem búningur kvöldsins verður meðal annars búinn til og þurfa þátttakendur að hafa verið á því námskeiði til þess að taka þátt í morðgátunni.

Takmarka þarf fjölda foreldra og forráðamanna á hverjum viðburði við 20 og virða tveggja metra regluna. Fólk er beðið að virða núgildandi sóttvarnarreglur yfirvalda í hvívetna. Sjá nánar á www.covid.is

Viðburður á Facebook HÉR


Viðburðurinn er haldin í tengslum við Barnamenningarhátíð á Akureyri og nýtur stuðnings Akureyrarbæjar.

Hvenær
16. - 19. nóvember
Klukkan
15:30-17:30
Hvar
Rósenborg, Skólastígur, Akureyri
Nánari upplýsingar

Ekkert þátttökugjald en skráning nauðsynleg

Skráning: ungmennahus@gmail.com (nafn, kennitala og netfang)

Takmörkuð þátttaka: 10-12 ungmenni